Innflytjendur og hælisleitendur

Mikilvægt er að stytta til muna þann tíma sem það tekur fyrir innflytjendur að fá kosningarétt til sveitastjórnar.  Styðja þarf við fjölbreytt mannlíf og atvinnulíf í ólíkum landshlutum með því að taka vel á móti innflytjendum.  Mikilvægt er að innflytjendur fá góða kynningu á því tómstundastarfi sem þeim og börnum þeirra býðst í því sveitarfélagi […]

Fjölbreytni í skólastarfi

Ung vinstri græn vilja að: Nemendur geti hafið framhaldsskólanám á mismunandi aldri og lokið því á mislöngum tíma. Hlutur iðn- og verknáms verði aukinn í skólakerfinu og slíkt nám komi fyrr inn í námskrá grunnskóla og aukið fjármagn verði sett í námsleiðirnar sem jafnframt verði alfarið gjaldfrjálsar. Aukið fjármagn verði sett í iðnnám sem jafnframt […]

Lýðræði og sanngirni í skólastarfi

Ung vinstri græn vilja að: Lýðræðisleg þátttaka nemenda í skólastarfi sé tryggð, þeir aldir upp í lýðræðislegum vinnubrögðum og upplýstir um réttindi sín og skyldur. Nemendur framhalds- og háskóla njóti réttinda til jafns við einstaklinga á atvinnumarkaði, þar með talið réttinda til veikindadaga, hádegisverðarhlés og annarra almennra réttinda. Brottfall í framhaldsskólum sé lágmarkað með því að […]

Fyrir öll

Ung vinstri græn vilja að: Réttur allra til náms óháð búsetu sé tryggður. Stutt sé við uppbyggingu fræðasetra, námsvera og símenntunarstöðva um land allt svo réttur allra til náms, með möguleika á fjarnámi, allir landsmenn hafi möguleika á að stunda fjarnám á framhalds- og háskólastigi sé tryggður. Stefnt verði að sameiningu opinberra háskólakerfisins og jafnt aðgengi […]

Menntun

Ung vinstri græn vilja að: Grunnskólar sjái nemendum sínum fyrir að minnsta kosti einni heitri máltíð á dag þeim að kostnaðarlausu. Nemendur framhaldsskóla og iðnnemar fái styrki til bóka- og efniskaupa. Námslán verði hækkuð þannig að námsmenn geti í raun og veru framfleytt sér með þeim og að hluta námslánakerfisins verði breytt í styrkjakerf að styrkjasjóður […]

Atvinnulíf

Í sátt við umhverfi Gert verði átak í rannsóknum á vistvænum orkugjöfum á borð við vindorku, sólarorku og virkjun sjávarfalla. Aukin áhersla verði á raforku í íslensku atvinnulífi. Dregið verði markvisst úr orkunotkun skipaflotans á aflaeiningu og hvatt til varkárni í umgengni við auðlindina og allt lífríki sjávar. Störfum í tengslum við leiðsögn og fræðslu um […]

Skattar og stjórnsýsla

Ung vinstri græn vilja að:  Þrepaskiptu skattkerfi verði viðhaldið og persónuafsláttur hækkaður. Sanngjörnum auðlegðarskatti verði komið á að nýju. Sanngjörn renta sé tekin fyrir nýtingu auðlinda, bæði á sjó, í formi auðlindaskatts á sjávarútveg, og landi í formi raforkuverðs sem tekur mið af raunverulegum kostnaði við framleiðslu raforkunnar fyrir samfélag og náttúru og í ferðaþjónustu, Að þar sem leitað […]

Velferðar- og húsnæðismál

Ung vinstri græn vilja að: Ríkið axli ábyrgð svo að foreldrar fatlaðra og langveikra barna fái þá hjálp frá opinberum aðilum sem þeir þarfnast, sem næst heimabyggð.  Fyrirtæki, stofnanir, þjónustustaðir og fjölbýlishús tryggi undantekningalaust aðgengi fyrir fatlað fólk. Námsskrá framhaldsskóla geri ráð fyrir því að heyrnarlausir, heyrnarskertir og daufblindir hafi kost á því að læra […]

Byggða- og samgöngumál

Ung vinstri græn vilja að:  Einbreiðum vegum, brúm og jarðgöngum verði útrýmt um land allt og lokið verði við að setja bundið slitlag á þjóðveg númer 1.  Þess sé gætt við vegagerð að vinna, efni, viðhald  og eftirlit sé ávalt eins og best verður á kosið. Sektir fyrir umferðalagabrot verði tekjutengdar. Leitast verði við að búa til heildstæð […]