Ung vinstri græn vilja að:
- Grunnskólar sjái nemendum sínum fyrir að minnsta kosti einni heitri máltíð á dag þeim að kostnaðarlausu.
- Nemendur framhaldsskóla og iðnnemar fái styrki til bóka- og efniskaupa.
- Námslán verði hækkuð þannig að námsmenn geti í raun og veru framfleytt sér með þeim og að hluta námslánakerfisins verði breytt í styrkjakerf að styrkjasjóður Menntasjóðs námsmanna verði efldur.
- Fjárframlög til ríkisháskóla verði stóraukin svo rekstur þeirra og uppbyggingu þurfi ekki að reiða sig á rekstur spilakassa.
- Unnið sé að raunverulegu gjaldfrelsi allra skólastiga (leik-grunn-framhalds- og háskóla).
- Komið verði á heimavist á höfuðborgarsvæðinu til að tryggja jafnt aðgengi allra landsmanna að verk-, iðn- og tækninámi.
- Aukin áhersla verði lögð á skólasálfræðinga á öllum stigum náms.
- Áhersla verði lögð á forvörn gegn nauðgunum í kynfræðslu í grunnskólum.