Ung vinstri græn vilja að:
- Réttur allra til náms óháð búsetu sé tryggður.
- Stutt sé við uppbyggingu fræðasetra, námsvera og símenntunarstöðva um land allt svo réttur allra til náms, með möguleika á fjarnámi, allir landsmenn hafi möguleika á að stunda fjarnám á framhalds- og háskólastigi sé tryggður.
- Stefnt verði að sameiningu opinberra háskólakerfisins og jafnt aðgengi að háskólamenntun verði í raun tryggð fyrir alla landsmenn.
- Rekstrargrundvöllur símenntunarstöðva landsbyggðarinnar sé tryggður.
- Sérstök rækt sé lögð við menntun innflytjenda og barna þeirra og þeim tryggð góð íslenskukennsla. Að innflytjendabörnum sé tryggð sem og kennsla í eigin móðurmáli og stutt verði við erlenda foreldra í að viðhalda móðurmáli barna sinna.
- Sem flestum innflytjendum sé gert kleift að útskrifast með stúdentspróf með eigið móðurmál sem fyrsta mál.