Velferðar- og húsnæðismál

Ung vinstri græn vilja að:

 • Ríkið axli ábyrgð svo að foreldrar fatlaðra og langveikra barna fái þá hjálp frá opinberum aðilum sem þeir þarfnast, sem næst heimabyggð. 
 • Fyrirtæki, stofnanir, þjónustustaðir og fjölbýlishús tryggi undantekningalaust aðgengi fyrir fatlað fólk.
 • Námsskrá framhaldsskóla geri ráð fyrir því að heyrnarlausir, heyrnarskertir og daufblindir hafi kost á því að læra erlent táknmál til að auka tækifæri þeirra til jafns við aðra.
 • Allir skólar hafi á sínum snærum aðgang að táknmálstúlka svo að heyrnarlausir, heyrnarskertir og daufblindir hafi jafnt val þegar kemur að menntun. 
 • Neyðarskýlum fyrir heimilislausa verði fjölgað en jafnframt að lögð verði áhersla á að koma á fót nauðsynlegum langtíma úrræðum fyrir heimilislausa um land allt sem taki mið af fjölbreyttum þörfum ólíkra hópa í anda ,,húsnæði fyrst.” (e. housing first)
 • Aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir heimilislausa og fólk sem glímir við fíknivanda sé aukið og ríkið styðji við verkefni Frú og ungfrú Ragnheiðar með raunverulegum hætti. 
 • Auðveldara verði fyrir ungt fólk að sækja sér hjálpar vegna geðheilsu sinnar
 • Tímar hjá sálfræðingum og geðlæknum verði niðurgreiddir
 • Geðheilbriðgisþjónusta sé til staðar á heilsugæslustöðum og ungmennum aðgengilegri, t.d. í menntakerfinu. 
 • Börn og ungmenni um allt land geti í auknum mæli fengið styrki til tómstundarstarfs. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir aðlögun ungra innflytjenda
 • Áhersla verði lögð á að fötlun komi ekki í veg fyrir náms- og atvinnuþátttöku óháð staðsetningu.
 • Enginn lifi undir fátæktarmörkum.
 • Fjárhagslegar aðgerðir stjórnvalda miði að því að tekjulægstu hóparnir í samfélaginu séu settir í forgang.
 • Allir geti nýtt sér sjálfsagða og gjaldfrjálsa grunnþjónustu.
 • Ungt fólk fái raunverulegt tækifæri til koma sér fyrir á húsnæðismarkaði. 
 • Sett verði á laggirnar fyrirtæki í samvinnu við ríkið sem leigi eða seljifólki íbúðir á sanngjörnu verði en ekki einungis í gróðaskyni.
 • Námsmönnum sé tryggð mannsæmandi framfærsla.