Atvinnulíf

Í sátt við umhverfi

 • Gert verði átak í rannsóknum á vistvænum orkugjöfum á borð við vindorku, sólarorku og virkjun sjávarfalla.
 • Aukin áhersla verði á raforku í íslensku atvinnulífi.
 • Dregið verði markvisst úr orkunotkun skipaflotans á aflaeiningu og hvatt til varkárni í umgengni við auðlindina og allt lífríki sjávar.
 • Störfum í tengslum við leiðsögn og fræðslu um umhverfi og náttúru verði fjölgað, m.a. í þjóðgörðum og á öðrum friðlýstum svæðum.
 • Komið verði á fót nýjum starfsgreinum á sviði umhverfisfræða.
 • Lögð verði áhersla á að fullvinna afla, hætta brottkasti sjávarfangs og auka nýtingu alls lífræns úrgangs sem til fellur í sjávarútvegi jafnt á sjó og landi.
 • Svigrúm í framleiðslu landbúnaðarafurða og fyrir bændur til að markaðssetja sig og framleiðslu sína verði aukið. 
 • Óþarfa flutningur afurða á milli landshluta verði stöðvaður og möguleikar á að vinna og versla með afurði sem næst upprunanum verði aukinn.  

Í sátt við samfélag 

 • Spornað verði gegn vaxandi fákeppni í smásöluverslun og komið verði í veg fyrir að hún færist í hendur svo fárra og stórra aðila að þeir nái kverkataki á birgjum og framleiðendum, þ.m.t. afurðasölu bænda.
 • Gróði sem sprettur af nýtingarrétti atvinnurekenda á sameiginlegum auðlindum verði skattlagður með sanngjörnum hætti fyrir land og þjóð. 
 • Öflugu eftirliti verði komið á til að tryggja örugg vinnuskilyrði og að atvinnurekendur mismuni ekki starfsmönnum sínum.  
 • Opinber þjónusta sem skiptir sköpum um líf og framtíð fólks sé ekki féþúfa einkaaðila.
 • Verkfallsrétturinn sé virtur.
 • Kjör leik- og grunnskólakennara verði bætt.