Fjölbreytni í skólastarfi

Ung vinstri græn vilja að:

  • Nemendur geti hafið framhaldsskólanám á mismunandi aldri og lokið því á mislöngum tíma.
  • Hlutur iðn- og verknáms verði aukinn í skólakerfinu og slíkt nám komi fyrr inn í námskrá grunnskóla og aukið fjármagn verði sett í námsleiðirnar sem jafnframt verði alfarið gjaldfrjálsar. Aukið fjármagn verði sett í iðnnám sem jafnframt verði alfarið gjaldfrjálst.
  • Fræðsla um málefni hinsegins fólks í samstarfi við Samtökin ’78 verði komið inn í aðalnámsskrá grunnskóla.
  • Opnað verði fyrir frekari möguleika á samstarfi við erlenda skóla og möguleikar á nemendaskiptum verði auknir.
  • Fræðsla um fjölmenningu verði aukin á öllum skólastigum.
  • Þörfum nemenda sé mætt í samræmi við þarfir og þroska hvers og eins og tryggt að allir nemendur eigi jafna möguleika á að stunda nám þar sem hæfileikar þeirra njóta sín best.
  • Kynjafræði sé skyldufag í öllum framhaldsskólum landsins.
  • Raunprófaðar kennsluaðferðir séu hafðar að leiðarljósi í allri kennslu, og þá sérstaklega í sérkennslu.