Ung vinstri græn vilja að:
- Einbreiðum vegum, brúm og jarðgöngum verði útrýmt um land allt og lokið verði við að setja bundið slitlag á þjóðveg númer 1.
- Þess sé gætt við vegagerð að vinna, efni, viðhald og eftirlit sé ávalt eins og best verður á kosið.
- Sektir fyrir umferðalagabrot verði tekjutengdar.
- Leitast verði við að búa til heildstæð atvinnusvæði með samgönguúrbótum, til dæmis með jarðgangnagerð, þar sem umhverfisaðstæður leyfa.
- Björgunarþyrlur séu staðsettar á hverju landssvæði og/eða aðrar öruggar, tryggar sjúkraflutningaleiðir.
- Strandsiglingar verði efldar með það að markmiði að tryggja örugga og hagkvæma flutninga.
- Haldið verði áfram með sértækar aðgerðir til hjálpar viðhaldi og uppbyggingu viðkvæmrar byggða.
- Örugg fjarskiptaþjónustu og internettengingu séu tryggð á landinu öllu svo störf án staðsetningar séu raunhæfur kostur.
- Leitað verði leiða til að draga úr flutningskostnaði út á landsbyggðina.
- Almenningssamgöngur séu bættar um allt land svo þær verði raunhæfur valmöguleiki sem ferðaskjóti hins almenna borgara.
- Heilbrigðisþjónusta út á landi verði elfd.
- Komið verði á hvatningakerfi fyrir menntað heilbrigðisstarfsfólk sem kýs að vinna utan höfuðborgarsvæðis, t.d. með námslánaafborganaafslætti.
- Nemendur geti að loknu námi fengið styrk til nýsköpunar í heimabyggð.