Skattar og stjórnsýsla

Ung vinstri græn vilja að: 

  • Þrepaskiptu skattkerfi verði viðhaldið og persónuafsláttur hækkaður.
  • Sanngjörnum auðlegðarskatti verði komið á að nýju.
  • Sanngjörn renta sé tekin fyrir nýtingu auðlinda, bæði á sjó, í formi auðlindaskatts á sjávarútveg, og landi í formi raforkuverðs sem tekur mið af raunverulegum kostnaði við framleiðslu raforkunnar fyrir samfélag og náttúru og í ferðaþjónustu, Að þar sem leitað verði leiða til að afla tekna fyrir uppbyggingu og umsjón með náttúruperlum náttúru Íslands svo hægt verði að vernda þau fyrir ágangi ferðamanna.
  • Virðisaukaskattsþrepum verði fjölgað og þau nýtist sem það jöfnunartæki sem þau sannarlega eiga að vera.
  • Bækur, mikilvægustu námsgögn, barnavörur, getnaðarvarnir og túrvörur beri ekki virðisaukaskatt.
  • Kosningaaldur verði lækkaður niður í 16 ár. 
  • Uppbygging og umsjón með ferðamannastöðum verði að hluta fjármögnuð með gistináttagjaldi.