Málefni flóttafólks og hælisleitenda

Ung vinstri græn vilja: Farið verði í verulegar umbætur í málefnum flóttafólks og hælisleitenda. Hætt verði að refsa flóttafólki fyrir að sýna fölsuð skilríki. Málsmeðferðartími í málaflokknum verði styttur allverulega og að öllum málum sé sinnt án óviðunandi tafa. Farið verði eftir alþjóðlegum skuldbindingum landsins í málaflokknum. Dyflinnar-sáttmálinn sé ekki notaður sem skálkaskjól til að […]

Samfélagsleg staða kvenna

Ung vinstri græn vilja að: Stjórnvöld og atvinnulífið taki af alvöru á kynbundnum launamun og beiti róttækum aðgerðum til að laga hann. Minnst helmingur kjörinna fulltrúa séu ekki karlkyns. Jafnréttisfræðsla verði stórefld. Konum sé ekki gert að skrá faðerni barns á opinber skjöl, sér í lagi þegar um kynferðisbrot er að ræða.

Réttindi hinsegin fólks

Ung vinstri græn vilja að: Tekið verði á hatursorðræðu gegn hinsegin fólki. Stjórnvöld geri ættleiðingasamninga við ríki sem heimila ættleiðingar til samkynhneigðra para. Banni við blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna verði aflétt. Stjórnvöld aðstoði einstaklinga í kynleiðréttingarferli, að einstaklingar hafi rétt til kynskráningarbreytingar að eigin ósk og frumkvæði og að stuðningur frá hagsmunasamtökum transfólks sé því gerður […]

Meðvituð barátta fyrir kynfrelsi

Ung vinstri græn vilja að: Sporna gegn klámvæðingu og staðalímyndum kynjanna með því að leggja áherslu á aukna fræðslu meðal grunn- og framhaldsskólanema um samskipti kynjanna, kynfrelsi og kynlíf. Hugtakið klám verði skýrt skilgreint í lögum og gera þá kröfu til löggæslunnar að ákvæðum um klám sé framfylgt. Hérlendis sem í öðrum heimshornum sé réttur […]

Aðstoð fyrir fórnarlömb ofbeldis

Ung vinstri græn vilja að: Hægt verði að flytja grunaða ofbeldismenn af heimili sínu vegna rökstudds gruns um heimilisofbeldi. Réttarstaða fórnarlamba kynbundins ofbeldis sé tryggð og fórnarlömbunum veittur aukinn stuðningur og aðstoð. Félagsleg úrræði fyrir fórnarlömb vændis og annars kynferðislegs ofbeldis verði aukin. Úrræði á landsbyggðinni fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi verði bætt. Stjórnvöld […]

Manneskjan er ekki markaðsvara

Ung vinstri græn vilja að: Skipulögð barátta íslenskra yfirvalda gegn mansali verði efld til muna og íslensk stjórnvöld leggi sitt að mörkum til að bæta líf og réttindi kvenna um heim allan. Barist verði gegn kampavínsklúbbum og sambærilegum stöðum sem fara fram hjá lögum um nektardans og vændi. Eftirlit lögreglu verði aukið til að koma […]