Manneskjan er ekki markaðsvara

Ung vinstri græn vilja að:

  • Skipulögð barátta íslenskra yfirvalda gegn mansali verði efld til muna og íslensk stjórnvöld leggi sitt að mörkum til að bæta líf og réttindi kvenna um heim allan.
  • Barist verði gegn kampavínsklúbbum og sambærilegum stöðum sem fara fram hjá lögum um nektardans og vændi.
  • Eftirlit lögreglu verði aukið til að koma í veg fyrir mansal og vændi, og vændisauglýsingar í dagblöðum stöðvaðar.
  • Farið verði með nafnbirtingar dæmdra vændiskaupenda líkt og annarra sambærilegra afbrotamanna.
  • Stjórnvöld styðji við samtök sem aðstoða konur við að komast úr vítahring mansals og vændis og að vinna úr reynslu sinni.
  • Staðgöngumæðrun verði ekki heimiluð.