Aðstoð fyrir fórnarlömb ofbeldis

Ung vinstri græn vilja að:

  • Hægt verði að flytja grunaða ofbeldismenn af heimili sínu vegna rökstudds gruns um heimilisofbeldi.
  • Réttarstaða fórnarlamba kynbundins ofbeldis sé tryggð og fórnarlömbunum veittur aukinn stuðningur og aðstoð.
  • Félagsleg úrræði fyrir fórnarlömb vændis og annars kynferðislegs ofbeldis verði aukin.
  • Úrræði á landsbyggðinni fyrir konur sem verða fyrir ofbeldi verði bætt.
  • Stjórnvöld styðji við samtök og verkefni sem veita brotaþolum aðstoð við að vinna úr reynslu sinni.
  • Tryggð verði hraðari málsmeðferð og vandaðri viðbrögð sérhæfðs rannsóknarlögreglufólks í kynferðisbrotamálum.
  • Tryggð sé sanngjarnari réttarfarsleg meðferð kynferðisbrotamála á öllum stigum dómskerfisins.
  • Forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi verði efldar og að áhersla sé lögð á að í slíkum málum er aldrei við fórnarlömb að sakast.
  • Tekið sé harkalega á kynferðisbrotamálum innan opinberra stofnanna. Sérstaklega verður tekið á málaflokknum eins og hann snýr að fötluðum einstaklingum.
  • Raunverulegum úrræðum fyrir þolendur stafræns kynferðisofbeldis verði komið á laggirnar.