Meðvituð barátta fyrir kynfrelsi

Ung vinstri græn vilja að:

  • Sporna gegn klámvæðingu og staðalímyndum kynjanna með því að leggja áherslu á aukna fræðslu meðal grunn- og framhaldsskólanema um samskipti kynjanna, kynfrelsi og kynlíf.
  • Hugtakið klám verði skýrt skilgreint í lögum og gera þá kröfu til löggæslunnar að ákvæðum um klám sé framfylgt.
  • Hérlendis sem í öðrum heimshornum sé réttur kvenna og yfirráð þeirra yfir eigin líkama hvergi skertur, og þær hafa rétt til fóstureyðinga því samkvæmt.
  • Kynjasjónarmið verði höfð til hliðsjónar við mótun opinberrar stefnu og allar aðgerðir hins opinbera.