Ung vinstri græn vilja að:
- Tekið verði á hatursorðræðu gegn hinsegin fólki.
- Stjórnvöld geri ættleiðingasamninga við ríki sem heimila ættleiðingar til samkynhneigðra para.
- Banni við blóðgjöf samkynhneigðra karlmanna verði aflétt.
- Stjórnvöld aðstoði einstaklinga í kynleiðréttingarferli, að einstaklingar hafi rétt til kynskráningarbreytingar að eigin ósk og frumkvæði og að stuðningur frá hagsmunasamtökum transfólks sé því gerður aðgengilegur.
- Önnur kyn en karlkyn og kvenkyn verði leidd í lög og að fólki sé ekki gert að skilgreina kyn sitt sem karlkyn eða kvenkyn á opinberum skjölum.
- Óheimilt verði að gera aðgerðir á kynfærum intersex barna nema um læknisfræðilega nauðsyn sé að ræða.
- Samkynja pörum sé ekki gert að skrá föður eða móður barns á opinber skjöl heldur foreldri 1 og foreldri 2
- Allir hafi jafnt aðgengi að krabbameinsskimunum óháð kyni á opinberum skjölum.