Hringrásarhagkerfi
Skilvirkari nýting auðlinda dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda, hægir á tapi líffræðilegrar fjölbreytni og dregur úr mengun. Skipulagsvinna á öllum sviðum ætti að einkennast af hugmyndafræði hringrásarhagkerfis. Árangur samfélagsins á ekki að vera metinn einungis út frá hækkandi hagvexti og aukinni vergri landsframleiðslu heldur taka tillit til umhverfis- og samfélagslegra þátta. Stuðlað verði að meðvitaðri og […]
Náttúra og líffræðilegur fjölbreytileiki
Náttúra Íslands er einstök og hana ber að vernda. Tækifærin felast í því að leyfa náttúrunni að njóta sín frekar en að nýta hana með óafturkræfum framkvæmdum. Snúa þarf við geigvænlegu tapi á lífbreytileika um allan heim. Náttúran á alltaf að njóta vafans. Náttúruauðlindir landsins eru í sameign þjóðarinnar og eiga að vera nýttar skynsamlega […]
Loftslagsvá
Loftslagsvá er ein af þeim stærstu ógnum sem mannkynið hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir. Líf og farsæld okkar allra, sem og komandi kynslóða veltur á því hversu snarlega við bregðumst við þessari ógn. Sporna þarf við henni með róttækum, hröðum og afdráttarlausum aðgerðum. Ung vinstri græn vilja að: Ísland standi við sínar skuldbindingar í […]