Ályktun vegna fólks á flótta
Landsstjórn UVG ályktar vegna fólks á flótta
Landsstjórn Ungra vinstri grænna fordæmir þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja á ný endursendingar á fólki til Grikklands. Við lýsum yfir ánægju með yfirlýsingar varaformanns VG í fréttum RÚV í gærkvöldi og hvetjum okkar fólk til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þessari ákvörðun verði framfylgt. […]
4 ungliðar kjörnir í sveitarstjórnir fyrir VG
Kjörnir fulltrúar VG í sveitastjórnarkosningum 2022 eru níu talsins. Það sem okkur í UVG þykir hins vegar merkilegra er að af fulltrúum eru fjórar ungar vinstri grænar konur! Svona breytingar þurfum við. Aftur og aftur og aftur…. Almennt tungutak talar um að ná inn manni, en hér er fullt tilefni til að skipta því út […]
Thelma Dögg í Ávarpinu!
Thelma Dögg Harðardóttir er nýkjörin sveitastjórnarfulltrúi VG árin 2022-2026 í Borgarbyggð. Hún er 26 ára náttúruverndarsinni og áhugakona um tækifæri landsbygðanna. Hér fer hún, í Ávarpinu – hlaðvarpi VG, yfir mikilvæg atriði sem standa þarf vörð um í Borgarbyggð. Það verður ánægjulegt að fylgjast með henni á næstu misserum! HLUSTA HÉR!
Viljum við henda verðmætum?
Fyrir mér er umhverfisvernd mikilvæg. Þess vegna hef ég lagt mig fram við að flokka allt sorp eins og ég get, en það er oftar en ekki flókið að átta sig á því hvert sorpið á að fara og það krefst stundum fyrirhafnar að koma því á réttan stað. Ég viðurkenni það fúslega að þó […]
Neyðarkall frá móður jörð
Loftslagsbreytingar eru stærsta áskorunin sem við stöndum frammi fyrir í dag og það er mikilvægt að stjórnvöld bregðist við vandamálum sem þeim fylgja sem fyrst.Þetta er vandamál allra og þurfum við að hugsa stórt og standa saman, því við erum hluti af heimsþorpinu. Það er margt sem við getum gert í Fjarðabyggð til þess að […]
Skipulag fyrir fólk
Mosfellsbær er, í stóra samhenginu, tiltölulega nýorðinn bær. Fyrir ekki svo löngu vorum við ennþá Mosfellssveit og ímynd bæjarins er enn þann dag í dag einhvers konar sveit í borg. Fullkomið jafnvægi þess að búa nálægt öllu sem borg hefur upp á að bjóða en á sama tíma anda djúpt að sér í grænu umhverfi.Mosfellsbær […]
Aldey í Ávarpinu!
Aldey Unnar Traustadóttir er oddviti VG og óháðra í Norðurþingi. Hún er starfandi forseti sveitastjórnar í Norðurþingi, þó hún hafi síðast setið í 9. sæti listans árið 2018. Heiðarleg frásögn í Ávarpinu, hlaðvarpi VG, um það m.a. hvernig er að vera ung kona í sveitastjórn. HLUSTA HÉR!
Hvort viltu eignast börn eða vinna?
Þetta eru ekki valkostir sem nokkur manneskja ætti að þurfa að velja á milli. Því miður er samt staðan þannig allt of víða í heiminum. Jafnvel á vesturlöndum svarar það víðast hvar ekki kostnaði fyrir foreldra að vera bæði útivinnandi áður en barnið fer í grunnskóla. Leikskólagjöld eru einfaldlega of há eða þjónustan ekki nóg […]
Setjum börnin í forgang
Það eru forréttindi að búa í Mosfellsbæ, hér eru falleg græn svæði sem bæta lífsgæði bæjarbúa. Það er VG ofarlega í huga að vernda og viðhalda bæjarbragnum og náttúrunni hér en það þarf jafnframt að horfa á grænu svæðin sem velferðar- og heilbrigðismál. Aðgengismál þurfa að vera í forgangi og tryggja þarf að allir bæjarbúar […]