Viljum við henda verðmætum?

Ástvaldur Lárusson

Fyrir mér er umhverf­is­vernd mik­il­væg. Þess vegna hef ég lagt mig fram við að flokka allt sorp eins og ég get, en það er oftar en ekki flókið að átta sig á því hvert sorpið á að fara og það krefst stundum fyr­ir­hafnar að koma því á réttan stað. Ég við­ur­kenni það fús­lega að þó svo að ég sé áhuga­maður um þetta þá hef ég stundum ekki minnstu hug­mynd um það hvert sorpið á að fara.

Eitt helsta vanda­málið við sorp­flokkun hefur verið ósam­ræmi á milli sveit­ar­fé­laga. Það er ekki eins flokkun í Kópa­vogi og Reykja­vík og það er jafn­vel ósam­ræmi milli flokk­unar á heim­ilum og í fyr­ir­tækjum í Reykja­vík. Þetta verður til þess fólk setur sorp í rangar tunnur í góðri trú. Í tíð VG í umhverf­is- og auð­linda­ráðu­neyt­inu á síð­asta kjör­tíma­bili var því komið í gegn að öll sveit­ar­fé­lög á land­inu ættu að taka upp sam­ræmda flokk­un. Þetta er gíf­ur­legt fram­fara­skref og mun taka gildi um næstu ára­mót.

Á hverju ári fram­kvæmir Sorpa húsa­sorp­s­rann­sókn þar sem tekin eru sýni úr sorpi sem er safnað frá heim­il­um, fyr­ir­tækj­um, grennd­ar­stöðvum og end­ur­vinnslu­stöðv­um. Nið­ur­stöð­urnar úr þeim rann­sóknum sýna fram á að ég er ekki einn um að vera í vafa um hvernig rétt er að flokka. Það kemur í ljós að það er óhemju mikið magn af end­ur­vinn­an­legu sorpi sem fer í almennt heim­il­issorp og svo er ótrú­lega mikið magn af almennu sorpi sem fer með flokk­uðu plasti, pappír o.fl. Þetta hefur þær afleið­ingar í för með sér að við erum að urða verð­mæti sem ekki eru flokkuð og svo erum við að spilla gæðum flokk­aða sorps­ins. Vel flokkað sorp eru verð­mæti sem er hægt að selja í end­ur­vinnslu en illa flokkað sorp hefur kostnað í för með sér. Við erum því að fara illa með verð­mæti því að sorp er ekki rusl heldur hrá­efni; það þarf bara að flokka það og flokkun á að meika sens og vera ein­föld.

Gas- og jarð­gerð­ar­stöðin GAJA er risin á Álfs­nesi sem er mik­il­vægt skref í átt að hringrás­ar­hag­kerf­inu. Það hafa verið byrj­un­arörðu­leikar við rekstur þess­arar stöðv­ar, en ef við ætlum að ná fram­förum þá þarf að taka stökk­ið. Þrátt fyrir að það hafi verið hægt að ná 85-90% hreinni moltu með vél­rænni flokkun þá dugar það ekki til. Það er m.a. vegna þessa sem farið var að inn­leiða söfnun á líf­rænu sorpi frá öllum heim­ilum í borg­inni, en stefnt er að því að brúna tunnan verði komin á öll heim­ili fyrir lok þessa árs. Þegar GAJA fer að taka við for­flokk­uðu líf­rænu sorpi þá megum við gera ráð fyrir því að hún muni fram­leiða mikið magn af hágæða moltu sem ann­ars yrðu urðuð á Álfs­nesi engum til gagns.

Sorpa hefur fengið mikla gagn­rýni á und­an­förnum árum, en við getum óhrædd haldið því fram að það hafi orðið við­snún­ingur í rekstri þessa mik­il­væga byggða­sam­lags með Líf Magneu­dóttur sem stjórn­ar­for­mann. Líf hefur líka verið óhrædd við að taka erf­iðar ákvarð­anir sem miða að því inn­leiða hringrás­ar­hag­kerfið sem eru nauð­syn­legar til þess að bregð­ast við lofts­lags­breyt­ing­um. Vinstri græn vilja ganga lengra og gera Sorpu að sam­nefn­ara fyrir nýsköpun og þekk­ingu í umhverf­is­málum og á hringrás­ar­hag­kerf­inu. Núna er búið að und­ir­búa jarð­veg­inn og við horfum fram á bjart­ari tíma.

Höf­undur Ástvaldur Lárusson er fram­bjóð­andi í 10. sæti fyrir Vinstri græn í Reykja­vík.