Fullmönnuð og bálreið stjórn UVG

„Það er mikilvægara nú en nokkru sinni að umhverfissinnaður vinstriflokkur eigi sér öfluga málsvara af yngri kynslóðinni. Náttúruvernd er dottin úr tísku, húsnæðismálin brenna á ungu fólki og alvarleg afturför hefur orðið í kvenréttindum víða um heim. Og það eru ýmiss teikn á lofti sem benda til að slíkt hið saman gæti gerst hér. UVG er samviska flokksins og við erum skyldug til að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir þessa afleitu þróun,“ segir Jósúa Gabríel Davíðsson, nýendurkjörinn formaður UVG. 

Fjöldi ályktana var samþykktur á fundinum. Meðal þeirra voru:

Fordæming á þjóðarmorði í Palestínu. Húsnæði á að vera fyrir fólk – ekki fjárfesta. Áhersla á skaðaminnkun og aukið aðgengi að lyfinu naloxone. Bann við olíuleit á Norðurslóðum. Skaðleg áhrif feðraveldisins á geðheilbrigði. 

Ný stjórn er tekin við og er það í fyrsta sinn í langan tíma sem stjórnin er fullmönnuð og er ljóst að mikill hugur er í félagsmönnum. Margir góðir gestir ákvörpuðu fundinn, meðal annars Svandís Svavarsdóttir, formaður VG, Sveinn Rúnar Hauksson, baráttumaður fyrir Palestínu, og Finnur Ricart Árnason, oddviti VG í Reykjavíkurkjördæmi norður, fráfarandi formaður Ungra umhverfissinna og sérfræðingur í umhverfis- og loftslagsmálum. 

Ályktanir UVG má nálgast hér: https://vinstri.is/alyktanir-fyrir-landsfund-uvg-2024/

Framkvæmdastjórn:

  • Jósúa Gabríel Davíðsson, formaður
  • Anna Þórhildur Gunnarsdóttir
  • Heimir S. Árnason
  • Óli Jóhannes Gunnþórsson
  • Robin Ragnheiður Andrésdóttir
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir
  • Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir

Þau voru kjörin í landstjórn:

  • Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir
  • Bjarki Hjörleifsson
  • Bjarki Þór Grönfeldt
  • Drífa Lýðsdóttir
  • Gísli Garðarsson
  • Hreindís Ylva Garðarsdóttir Hólm
  • Jovana Pavlovic