Kjörnir fulltrúar VG í sveitastjórnarkosningum 2022 eru níu talsins. Það sem okkur í UVG þykir hins vegar merkilegra er að af fulltrúum eru fjórar ungar vinstri grænar konur! Svona breytingar þurfum við. Aftur og aftur og aftur…. Almennt tungutak talar um að ná inn manni, en hér er fullt tilefni til að skipta því út og tala um að ná inn konuM. Það verður gott í sálina að fylgjast með þeim Thelmu Dögg, Ásrúnu Mjöll, Aldey og Jönu Salóme, í Borgarbyggð, Múlaþingi, Norðurþingi og á Akureyri.
Þar er þörf á fulltrúum sem standa vörð um femínísma, jafnrétti og umhverfismál! TAKK og til hamingju