71 ungliði í framboði

Í sveitastjórnarkosningum 2022 tekur 71 ungliði sæti á listum VG vítt og breitt um landið. Þar af eru fjórir ungliðar, oddvitar á listum VG í sínu sveitarfélagi og 18 þeirra sitja í 2.-5. sæti á 11 listum. Þetta sýnir að ungt fólk lætur sig samfélagið varða og vill hafa áhrif, og gengur þvert á það sem oft er haldið fram að ungt fólk hafi ekki áhuga á stjórnmálum. Meðal helstu stefnumála Ungra Vinstri grænna hefur löngum verið að ungt fólk fái greiðan aðgang að þátttöku í stjórnmálum. Á framboðslistum VG má sjá að þá stefnu skila sér í verki.

Oddvitar (Ungra) vinstri grænna í sveitastjórnarkosningum 2022:

Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, Akureyri

Anna Margrét Arnarsdóttir, Fjarðabyggð

Thelma Dögg Harðardóttir, Borgarbyggð

Aldey Unnar Traustadóttir, Norðurþingi

Göngum lengra á næsta kjörtímabili og kjósum ungt fólk í sveitastjórnir!