Landsfundur UVG fer fram á höfuðborgarsvæðinu 2. nóvember næstkomandi. Landsfundurinn er opinn öllum félögum. Landsfundurinn er frábært tækifæri til að kynnast starfinu og félögum Ungra vinstri grænna og eru nýir félagar sérstaklega hvattir til að mæta.
Frestur til að bjóða sig fram í stjórn rennur út á fundinum en hafi einhver áhuga á að bjóða sig fram í stjórn og sér ekki fram á að geta mætt á fundinn er mikilvægt að senda tilkynningu um framboð á stjorn@vinstri.is
Ályktanir og tillögur að laga- eða stefnubreytinum skulu sendast á stjorn@vinstri.is.
Dagskrá verður kynnt þegar nær dregur.