Umhverfisverðlaun UVG 2019

Umhverfisverðlaun UVG voru veitt í annað skipti.

Verðlaunin fyrir árið 2019 hlaut Andri Snær Magnason. Hans framlag til málaflokksins þarf auðvitað ekki að tíunda en hann hlýtur verðlaunin fyrir óþreytandi og áralangt starf við að vekja athygli á málefnum umhverfisins.

Það var afar ánægjulegt fyrir meðlimi framkvæmdastjórnar að fá að hitta Andra Snæ í Borgarleikhúsinu að lokinni glæsilegri sýningu hans ,,Um tímann og vatnið,” og afhenda honum skjalið og gullfallega friðarlilju ásamt því að færa honum þakkir fyrir alla hans vinnu.