Ályktanir fyrir landsfund UVG 2025
Ályktun um kolefnishlutlausar samgöngur Landsfundur Ungra vinstri grænna, haldinn í Reykjavík 11. október 2025, kallar eftir banni á nýskráningu á vélum, bílum, skipum og tækjum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Losun vegna ökutækja og innviða var 31% af samfélagslosun Íslands árið 2024. Orkuskipti í samgöngum eru því lykilþáttur í að Ísland nái kolefnishlutleysi og vegur þar […]
Ályktun um almenningssamgöngur til norðanverðra Vestfjarða

Ung vinstri græn harma að eftir sumarið 2026 falli niður allar almenningssamgöngur til Ísafjarðarbæjar. Traustar almenningssamgöngur til norðanverðra Vestfjarða eru íbúum og atvinnulífinu gríðarlega mikilvægar, þar sem íbúar eru tilneyddir til að sækja mikla þjónustu á höfuðborgarsvæðið, þ.á.m. lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Niðurfelling almenningssamgangna til Ísafjarðar væri afturför fyrir atvinnulífið og ferðaþjónustuna á svæðinu og svo til […]