Ályktun um almenningssamgöngur til norðanverðra Vestfjarða

Ung vinstri græn harma að eftir sumarið 2026 falli niður allar almenningssamgöngur til Ísafjarðarbæjar.

Traustar almenningssamgöngur til norðanverðra Vestfjarða eru íbúum og atvinnulífinu gríðarlega mikilvægar, þar sem íbúar eru tilneyddir til að sækja mikla þjónustu á höfuðborgarsvæðið, þ.á.m. lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Niðurfelling almenningssamgangna til Ísafjarðar væri afturför fyrir atvinnulífið og ferðaþjónustuna á svæðinu og svo til náðarhögg fyrir greinina á dræmari árstíðum. Hér verður bregðast strax við til að finna góða úrlausn til að rjúfa ekki virkilega mikilvæga þjón­ustu fyrir svæðið. 

Sem stendur er áætlunarflug einu al­menn­ings­sam­göng­urn­ar sem fólki á norðanverðum Vestfjörðum standa til boða. 

Koma þarf á kraftmiklum og sjálfbærum almenningssamgöngum til norðanverðra Vestfjarða. Slíkar samgöngur ættu að vera raunhæfur valkostur fyrir íbúa á landsbyggðinni enda óásættanlegt að stór hluti landsmanna búi við óvissu og óöryggi í marga mánuði á ári. Brýnt er að stjórnvöld taki málið föstum tökum og tryggja sjálfbærar almenningssamgöngur um allt land til framtíðar.

Stjórnvöld þurfa að tryggja innviði og sjálfstæða uppbyggingu byggða óháð höfuðborginni, einnig er einstaklega brýnt að tryggðar séu öruggar almenningssamgöngur til borgarinnar. Það er jafnframt sjálfsögð krafa í nútímaþjóðfélagi að almenningssamgöngukerfi landsins verði byggt upp með framtíðarsýn og sjálfbæra þróun að leiðarljósi.

Ályktun samþykkt af stjórn Ungra Vinstri grænna þann 5. mars 2025.