Ung vinstri græn vilja að:
- Lýðræðisleg þátttaka nemenda í skólastarfi sé tryggð, þeir aldir upp í lýðræðislegum vinnubrögðum og upplýstir um réttindi sín og skyldur.
- Nemendur framhalds- og háskóla njóti réttinda til jafns við einstaklinga á atvinnumarkaði, þar með talið réttinda til veikindadaga, hádegisverðarhlés og annarra almennra réttinda.
- Brottfall í framhaldsskólum sé lágmarkað með því að því að bjóða uppá fjölbreyttar mislangar námsleiðir og standa vörð um félagslegt umhverfi í skólasamfélaginu.
- Tryggt verði að nemendur á öllum skólastigum geti lokið þeirri námsleið sem þeir hefja þar sem þeir hefja hana.
- Boðið verði upp á viðunandi námsaðstöðu fyrir nemendur með sérþarfir.