Framkvæmdastjórn Ungra vinstri grænna fordæmir að senda eigi fimm barnafjölskyldur til Grikklands og í það ástand sem þar ríkir. Grísk stjórnvöld hafa sent út neyðarkall og óskað eftir aðstoð, að önnur Evrópuríki taki við einhverjum af þeim 20 þúsund börnum sem eru á flótta í landinu. Það er til háborinnar skammar og með öllu ólíðandi að Ísland bregðist ekki við þessu neyðarkalli og enn verra að ætla sér að senda fjölskyldurnar út í þetta ástand. Það er fyrir löngu kominn tími að íslensk stjórnvöld beiti sér af mannúð og kærleika í málefnum hælisleitenda og flóttafólks.